Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 14:55
Elvar Geir Magnússon
Ætla að selja Fofana
Fofana (til vinstri) í leik með Union Berlín.
Fofana (til vinstri) í leik með Union Berlín.
Mynd: EPA
Chelsea hefur kallað sóknarmanninn David Datro Fofana úr láni hjá tyrkneska félaginu Fatih Karagumruk.

Chelsea hyggst selja þennan 23 ára leikmann í þessum glugga en félög á Englandi og á meginlandi Evrópu hafa sýnt Fílabeinsstrendingnum áhuga.

Fofana náði ekki að láta að sér kveða á Stamford Bridge síðan hann var keyptur á 10 milljónir punda frá Molde 2023.

Hann lék aðeins fjóra leiki fyrir Chelsea en var lánaður til Burnley, Union Berlin og Göztepe.
Athugasemdir