Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
banner
   mán 19. janúar 2026 16:00
Kári Snorrason
Ben Godfrey á leiðinni til Bröndby
Ben Godfrey í baráttunni við Jeremy Doku.
Ben Godfrey í baráttunni við Jeremy Doku.
Mynd: EPA
Enski varnarmaðurinn Ben Godfrey er að öllum líkindum á leið til danska félagsins Bröndby. Hann er nú á mála hjá Atalanta en verið í afar lítilli rullu frá því að hann kom 2024.

Godfrey hefur spilað rúmlega 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Norwich, Everton og með Ipswich. Ásamt því á hann tvo landsleiki að baki. Englendingurinn Steve Cooper er við stjórnvölinn hjá Bröndby.

Bold greinir frá því að vistaskiptin klárist undir lok vikunnar en Atalanta vill losna við leikmanninn, þar sem hann hefur einungis spilað fimm leiki með félaginu frá því að hann kom.

Það var mikið látið með Godfrey þegar hann lék með Norwich og var hann sóttur til Everton á 28 milljónir evra árið 2020.

Fjórum árum síðar var hann fenginn til Atalanta sem greiddu tæpar 12 milljónir evra fyrir Godfrey.
Athugasemdir
banner