Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 13:13
Elvar Geir Magnússon
Man Utd goðsagnirnar eigi að fá að tala hreint út - „Þetta er ekki Norður-Kórea“
Rio Ferdinand og Paul Scholes.
Rio Ferdinand og Paul Scholes.
Mynd: EPA
Gary Neville að störfum fyrir Sky.
Gary Neville að störfum fyrir Sky.
Mynd: EPA
Margir fyrrum leikmenn Manchester United hafa snúið sér að sérfræðingahlutverki í fjölmiðlum eftir að fótboltaferlinum lauk og eru heldur betur áberandi í umræðunni.

Sitt sýnist hverjum og þessir aðilar hafa margir fengið gagnrýni fyrir að vera of harðir í sinni nálgun og jafnvel sakaðir um að hafa truflandi áhrif á sitt fyrrum lið.

Andy Dunn, íþróttafréttamaður Mirror, segir að áhuginn á Manchester United sé gríðarlegur og eftirspurnin eftir áliti þessara manna, sama hvort það sé jákvætt eða neikvætt, sé mikil.

„Þeir eru fyrrverandi leikmenn United. Þeir spiluðu fyrir þessa frægu stofnun. Þeir þekkja hvernig það er. Þess vegna er eftirspurn eftir skoðunum þeirra. Menn eins og Paul Scholes, Roy Keane og Wayne Rooney hafa gegnt mikilvægu hlutverki í sögu félagsins og fjölmiðlar vilja heyra hvað þeir hafa að segja," segir Dunn.

Skot hafa gengið milli Scholes, Butt og núverandi leikmanns United, Lisandro Martínez.

„Fyrrum leikmenn eiga að fá að segja nákvæmlega það sem þeir vilja segja. Þetta er ekki Norður-Kórea. Viljum við að Keane, Scholes og Butt séu bara klappstýrur? Gary Neville er það stundum en hann er líka gagnrýninn, sem er besta mál."

„Þetta ætti ekki að hafa neikvæð áhrif á liðið. Ef þú lætur einhverja sérfræðinga hafa áhrif á spilamennsku þína, og Martínez gerði það klárlega ekki, þá áttu ekki heima hjá Manchester United."
Athugasemdir