Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 23:09
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu helstu atvikin úr úrslitaleiknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Afríkukeppninnar fór fram fyrr í kvöld og bauð upp á ótrúlega mikla dramatík.

Eftir 90 mínútur þar sem var lítið að frétta ætlaði allt að keyra um koll í uppbótartímanum. Dramatíkin byrjaði þegar Senegal kom boltanum í netið eftir hornspyrnu, en Jean-Jacques Ndala dómari flautaði aukaspyrnu vegna sóknarbrots.

Abdoulaye Seck gerðist sekur um að hrinda Achraf Hakimi í jörðina, en atvikið er hægt að sjá með að smella hér.

Skömmu síðar fengu heimamenn í liði Marokkó dæmda vítaspyrnu á hinum enda vallarins fyrir afar litlar sakir og sauð allt upp úr. Senegalar gengu af velli í mótmælaskyni en komu aftur inná tíu mínútum síðar.

Sjáðu atvikið.

Sadio Mané hefur verið titlaður sem ein af hetjum Senegal eftir að hann beið á vellinum í tilraun til að sannfæra liðsfélaga sína um að klára leikinn. Sjáðu atvikið.

   18.01.2026 21:15
Senegalar komnir aftur á völlinn


Brahim Díaz, sem fiskaði vítaspyrnuna, steig sjálfur á punktinn til að taka síðustu spyrnu leiksins og gerast hetja heimamanna, en klúðraði. Hann tók svokallaða 'Panenka' vítaspyrnu sem Édouard Mendy greip. Walid Regragui þjálfari Marokkó var allt annað en sáttur með ákvörðun Díaz, eins og má sjá hér.

   18.01.2026 21:21
Brahim Díaz klúðraði með Panenka spyrnu


Þegar komið var í framlengingu skoraði Pape Gueye glæsilegt mark sem átti eftir að reynast sigurmarkið. Sjáðu sigurmarkið.

Heimamenn í Marokkó gáfust þó ekki upp og komust nálægt því að jafna en tókst ekki. Þeir settu boltann í slána en besta færið í uppbótartímanum féll til Senegal, þegar Cherif Ndiaye klúðraði á ótrúlegan hátt fyrir opnu marki.

Sjón er sögu ríkari. Sjáðu ótrúlegt klúður Cherif Ndiaye.

Meira gerðist ekki í tíðindamiklum úrslitaleik. Lokatölur 1-0 fyrir Senegal en það má búast við að Senegalar hljóti einhverja refsingu fyrir að hafa gengið af velli. Það leið stundarfjórðungur frá því að Jean-Jacques Ndala dómari dæmdi vítaspyrnu þar til að Brahim Díaz steig á punktinn og er það talið vera slæmt fordæmi fyrir fótboltaheiminn að lið geti gengið af velli ef þau eru ósammála dómaranum.

   18.01.2026 22:00
Afríkukeppnin: Senegal vann eftir ótrúlega framlengingu

Athugasemdir
banner
banner