Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds að kaupa miðjumann úr þýsku deildinni
Schmid hefur skorað 3 mörk í 31 landsleik með Austurríki.
Schmid hefur skorað 3 mörk í 31 landsleik með Austurríki.
Mynd: EPA
Leeds United er að nálgast samkomulag við þýska félagið Werder Bremen um kaupverð fyrir miðjumanninn Romano Schmid. Hann mun koma til með að kosta um 15 til 20 milljónir evra.

Schmid er 25 ára framsækinn miðjumaður sem hefur komið að 7 mörkum í 17 deildarleikjum á tímabilinu, eftir að hafa komið að 10 mörkum í 32 leikjum á síðustu leiktíð.

Schmid er lykilmaður í liði Bremen en aðeins með eitt og hálft ár eftir af samningi. Hann er einnig mikilvægur hlekkur í austurríska landsliðinu.

Bremen ætlar að kaupa Adriano Jagusic úr króatísku deildinni til að fylla í skarðið.

Schmid verður annar leikmaðurinn til að ganga í raðir Leeds í janúar eftir að félagið krækti í Facundo Buonanotte á lánssamningi frá Brighton.
Athugasemdir