Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
banner
   mán 19. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fram fær annan leikmann að norðan (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fram
Fram er búið að krækja í Kristu Dís Kristinsdóttur úr röðum Þórs/KA og er hún annar leikmaðurinn sem liðið staðfestir á skömmum tíma eftir komu Löru Margrétar Jónsdóttur úr röðum Tindastóls.

Krista gerir tveggja ára samning við Fram en hún er fædd 2006 og að koma úr erfiðum meiðslum, svo hún er væntanleg á völlinn í byrjun apríl.

Krista, sem er fjölhæfur miðjumaður, spilaði ekkert í fyrra vegna meiðslanna. Hún þótti gríðarlega efnileg fyrir meiðslin og lék 13 leiki fyrir U17 og U18 landslið Íslands.

Hún á 40 skráða KSÍ-leiki með meistaraflokki og hefur skorað í þeim 6 mörk. Flesta leikina spilaði hún fyrir Þór/KA.

Fram endaði með 26 stig úr 21 umferð í Bestu deild kvenna í fyrra og endaði þannig fimm stigum frá fallsæti.


Athugasemdir
banner