Marco Silva, stjóri Fulham á Englandi, er að landa miðjumanni á næstu dögum en hinn 23 ára gamli Arthur Atta er að koma frá Udinese á Ítalíu.
Atta, sem er franskur, er hávaxinn og sterkur miðjumaður, sem spilar sem 'átta' og er ætlað að koma flæði á miðsvæði Fulham.
Sky Sports segir að viðræður Fulham við Udinese séu komnar langt á veg.
Miðjumaðurinn hefur verið frábær í þeim sextán leikjum sem hann hefur spilað með Udinese, en hann lék áður með Metz í heimalandinu.
Atta á 6 leiki að baki með U20 ára landsliði Frakklands.
Athugasemdir



