Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   mán 19. janúar 2026 00:16
Ívan Guðjón Baldursson
Sadio Mané bestur í Afríkukeppninni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sadio Mané var ein af hetjum Senegala í úrslitaleik Afríkukeppninnar og var krýndur sem besti leikmaður mótsins eftir lokaflautið fyrr í kvöld.

Senegal lagði heimamenn í Marokkó að velli eftir framlengdan slag.

Mané lék allan úrslitaleikinn og átti stóran þátt í eina marki leiksins. Þá var hann einn af fáum leikmönnum Senegal sem héldu haus þegar allt virtist vera að fara gegn þeim. Liðsfélagar hans og þjálfari gengu af velli til að mótmæla lélegum vítaspyrnudómi á lokamínútunni en Mané stóð eftir á vellinum og reyndi að sannfæra liðsfélagana um að klára leikinn.

Stundarfjórðungi síðar gengu Senegalar aftur til vallar og klúðraði Brahim Díaz af vítapunktinum svo dómarinn flautaði til framlengingar. Þar skoraði Pape Gueye eina mark leiksins.

Mané er 33 ára gamall og lék alla leiki Senegal í Afríkukeppninni. Hann skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar í sjö leikjum, auk þess að vera gífurlega mikilvægur á öllum sviðum.

Þetta er í annað sinn sem Mané er valinn sem besti leikmaður Afríkukeppninnar eftir að hann leiddi Senegala einnig til sigurs fyrir fjórum árum síðan, í miðjum COVID-faraldri.

Brahim Díaz fékk verðlaun fyrir að vera markahæsti leikmaður mótsins og Yassine Bounou fyrir að vera besti markvörður mótsins. Þeir voru báðir í liði Marokkó sem tapaði úrslitaleiknum.




Athugasemdir
banner
banner
banner