Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
banner
   mán 19. janúar 2026 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áfram hjá Fram þrátt fyrir að hafa rift
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í vetur rifti Katrín Erla Clausen samningi sínum við Fram. Hún verður þó, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, áfram í Úlfarsárdal.

Nokkur félög í Bestu deildinni auk sterkra liða í Lengjudeildinni höfðu áhuga á að fá Katrínu til liðs við sig en hún hefur ákveðið að taka slaginn með Fram út keppnistímabilið 2026.

Katrín, sem er 18 ára miðjumaður, spilaði 19 af 21 leik með Fram í Bestu deildinni í fyrra og skoraði eitt mark.

Katrín kom í Fram frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil.

Fram hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar á síðasta ári og eftir að tímabilinu lauk varð þjálfarabreyting. Óskar Smári Haraldsson hætti sem þjálfari liðsins og Anton Ingi Rúnarsson tók við.

Athugasemdir
banner