Ítalska félagið Genoa er búið að finna markvörð fyrir síðari hluta tímabilsins en það hefur náð samkomulagi við Feyenoord um hollenska markvörðinn Justin Bijlow. Þetta segir Fabrizio Romano á X.
Genoa var nálægt því að landa brasilíska landsliðsmarkverðinum Bento frá Al-Nassr en sádi-arabíska félagið neitað að leyfa honum að fara eftir að varamarkvörðurinn fékk að líta rauða spjaldið gegn Al Hilal.
Því þurfti Genoa að leita annað en það hefur nú fundið mann til að standa á milli stanganna.
Justin Bijlow er að koma frá Feyenoord en hann gerir samning út tímabilið með möguleika á að framlengja til 2029. Feyenoord fær þá 200 þúsund evrur ef Genoa tekst að halda sér uppi ásamt því að vera með 10 prósent af endursöluverði markvarðarins.
Bijlow er 27 ára gamall og spilað með Feyenoord allan sinn feril, en hann á 8 A-landsleiki að baki með Hollandi.
Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
???????????? Genoa sign Justin Bijlow from Feyenoord on deal until June 2026 plus option to extend until June 2029.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 19, 2026
Feyenoord to receive €200k if Genoa stay in Serie A next season plus 10% sell-on clause.
Medical on Tuesday. pic.twitter.com/QABzLH0UGe
Athugasemdir




