Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 12:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍA landað tveimur af stærstu bitunum - Svona gæti liðið verið
Guðmundur Þórarinsson gekk í raðir ÍA í gær.
Guðmundur Þórarinsson gekk í raðir ÍA í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: ÍA
Rúnar Már Sigurjónsson og Lárus Orri Sigurðsson.
Rúnar Már Sigurjónsson og Lárus Orri Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn hafa heldur betur styrkt lið sitt fyrir komandi keppnistímabil. Þeir hafa landað tveimur af stærstu bitunum á leikmannamarkaðnum því Gísli Eyjólfsson og Guðmundur Þórarinsson eru báðir búnir að semja á Akranesi eftir að hafa leikið erlendis síðustu ár.

ÍA var lengi vel í fallsæti á síðasta tímabili en náði að bjarga sér. Nýju leikmennirnir ættu að geta lyft liðinu hærra en það hlýtur allavega að vera stefnan.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig mögulegt lið ÍA lítur út á næsta tímabili.



Í þessu liði eru 51 A-landsleikur en Rúnar Már Sigurjónsson, Gísli og Guðmundur deila þeim á milli sín.

Þetta er ágætis blanda en breiddin í liðinu er jafnframt sterk um þessar mundir. Í þessu liði eru til dæmis ekki Gabríel Snær Gunnarsson, sem er einn efnilegasti leikmaður landsins, Rafael Máni Þrastarson, sem var keyptur frá Fjölni á góðan pening, Birnir Breki Burknason, Ísak Máni Guðjónsson, Baldvin Berndsen og Gísli Laxdal Unnarsson.

ÍA hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili en hvar munu þeir hafna á næstu leiktíð. Svo er aldrei að vita nema fleiri leikmenn bætist við hópinn.

Er þetta lið sem gæti jafnvel barist um Evrópusæti?
Athugasemdir
banner