Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 22:12
Brynjar Ingi Erluson
England: Átján ára Grikki bjargaði stigi með glæsimarki
 Charalampos Kostoulas skoraði jöfnunarmark Brighton
Charalampos Kostoulas skoraði jöfnunarmark Brighton
Mynd: EPA
Brighton 1 - 1 Bournemouth
0-1 Marcus Tavernier ('32 , víti)
1-1 Charalampos Kostoulas ('90 )

Brighton og Bournemouth skildu jöfn, 1-1, eftir mikla dramatík í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á AMEX-leikvanginum í Brighton & Hove í kvöld.

Marcus Tavernier kom Bournemouth yfir á 32. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Bart Verbruggen braut á Amine Adli í teignum en upphaflega fékk Adli gult spjald fyrir dýfu en eftir skoðun VAR sást Verbruggen koma við Adli og var því gula spjaldið tekið til baka og vítaspyrna dæmd.

Stuðningsmenn Brighton töldu VAR hafa brugðist enn einu sinni á tímabilinu og að Verbruggen hafi varla snert Adli sem hafi þegar ákveðið að kasta sér niður áður en snertingin kom.

Bournemouth fór með eins marks forystu inn í hálfleik sem hefði getað verið stærri enda var liðið með yfirráð stærstan hluta fyrri hálfleiksins.

Brighton pressaði á Bournemouth í þeim síðari og náði inn jöfnunarmarki í gegnum hinn 18 ára gamla Charalampos Kostoulas sem gerði sitt annað deildarmark á tímabilinu, en hann kom inn af bekknum og skoraði með laglegri hjólhestaspyrnu. Varamenn Brighton hafa skorað níu deildarmörk á þessu tímabili, meira en öll önnur lið í deildinni.

Dramatískur endir í Brighton en líklega sanngjörn niðurstaða.

Brighton er í 12. sæti deildarinnar með 30 stig en Bournemouth í 15. sæti með 27 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner