Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 11:53
Elvar Geir Magnússon
Nwaneri samþykkir að fara á lán til Marseille
Nwaneri er á leið til Frakklands.
Nwaneri er á leið til Frakklands.
Mynd: EPA
Ethan Nwaneri, 18 ára leikmaður Arsenal, er á leið til franska liðsins Marseille á láni út tímabilið. Skúbbarinn Fabrizio Romano greinir frá því að Nwaneri hafi samþykkt að fara til franska liðsins.

Stjóri Marseille er Roberto De Zerbi, fyrrum stjóri Brighton, og Mason Greenwood, fyrrum leikmaður Manchester United, og Pierre-Emerick Aubameyang, fyrrum sóknarmaður Arsenal, eru meðal leikmanna liðsins.

Nwaneri leikur sem sóknarmiðjumaður eða vængmaður. Hann lék 37 leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili en hefur aðeins spilað 12 á þessu tímabili og ekki byrjað neinn deildarleik.

Engin ákvæði eru í lánssamningnum um framtíðarkaup. Marseille er í þriðja sæti frönsku deildarinnar, sjö stigum frá PSG og átta stigum frá Lens sem er óvænt á toppnum.


Athugasemdir
banner