Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Besti markmaður landsins þarf að spila í efstu deild"
Jökull og Axel Óskar.
Jökull og Axel Óskar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson söðlaði um og samdi við FH í nóvember eftir að hafa varið mark Aftureldingar á síðasta tímabili.

Fótbolti.net ræddi við Axel Óskar, eldri bróður Jökuls, í dag og var hann spurður út í ákvörðun bróður síns.

„Að sjá Jökul fara í FH er vissulega mikill missir. Besti markmaður landsins þarf að spila í efstu deild á Íslandi þannig að ég skil hann vel," segir Axel Óskar.

„Það var ólýsanlegt að fá að spila með honum, og ég vona að ég fái að spila með honum aftur í framtíðinni," bætir Axel Óskar við.
Athugasemdir
banner
banner