Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Spáir því að Frank verði rekinn - „Vona að hann nái að rétta úr kútnum“
Mynd: EPA
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, telur vera stutt í endalok Thomas Frank hjá Tottenham, en hann vonar að danski stjórinn nái að snúa gengi liðsins við.

Stjórn Tottenham hefur tekið ákvörðun um að gefa Thomas Frank að minnsta kosti Meistaradeildarleikinn gegn Borussia Dortmund í kvöld.

Tottenham tapaði fyrir Aston Villa í bikarnum fyrir rúmri viku og þá beið liðið lægri hlut fyrir West Ham um helgina. Tottenham er í 14. sæti með aðeins 27 stig og erfitt að sjá liðið berjast um Evrópusæti fyrir næstu leiktíð.

Carragher segist búast við því að Frank verði látinn fara, en vonar svo innilega að það verði ekki raunin.

„Það lítur því miður út fyrir það. Þeir eiga enn nokkra leiki, þar á meðal Meistaradeildarleiki og það verður allt að ganga upp þar fyrir stjórann.“

„Ég er aldrei hrifinn af því að sjá stjóra missa starfið, en mér finnst þetta bara ekki hafa verið hentugt fyrir hvorugan aðila. Ég vona innilega að hann nái að rétta úr kútnum því það er ekki notalegt að sjá einhvern baslast í fótbolta en þetta virðist því miður ekki vera að ganga upp,“
sagði Carragher.
Athugasemdir
banner