Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 13:45
Elvar Geir Magnússon
Bailey aftur til Villa eftir misheppnaða veru hjá Roma
Það gekk ekki vel hjá Bailey í ítölsku höfuðborginni.
Það gekk ekki vel hjá Bailey í ítölsku höfuðborginni.
Mynd: EPA
La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Roma hafi ákveðið að enda lánsdvöl Leon Bailey sem heldur því aftur til Aston Villa.

Bailey varð fyrir meiðslum fljótlega eftir að hann kom til ítölsku höfuðborgarinnar og lék aðeins rétt um 300 mínútur fyrir Roma.

Fyrir nokkrum dögum fékk Roma til sín Donyell Malen frá Villa en hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir ítalska liðið, í 2-0 sigri gegn Torino.

Bailey er 28 ára vængmaður sem spilar fyrir landslið Jamaíku. Hann kom við sögu í sjö leikjum með Roma í ítölsku A-deildinni en lagði lítið á vogarskálarnar, var hvorki með mark né stoðsendingu.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 21 10 7 4 31 16 +15 37
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
13 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
14 Torino 21 6 5 10 21 34 -13 23
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
Athugasemdir
banner
banner