Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 09:38
Elvar Geir Magnússon
Juventus í viðræðum um Mateta
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ítalskir fjölmiðlar segja að Crystal Palace hafi hafnað fyrsta tilboði Juventus í franska sóknarmanninn Jean-Philippe Mateta en félögin muni halda áfram í viðræðum í dag.

Napoli hefur einnig áhuga á Mateta. Tuttosport segja að Palace sé með 35 milljóna evra verðmiða á Mateta en sumir enskir fjölmiðlar segja verðmiðann hærri.

Mateta hefur áhuga á að ganga í raðir Juventus en félagið þarf að ná samkoulagi við Palace.

Napoli er líka sagt vilja fá Mateta en félagið þyrfti þá að selja Lorenzo Lucca eða Noa Lang.
Athugasemdir
banner
banner
banner