Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 11:37
Elvar Geir Magnússon
Frank bara í starfi því það er enginn „Conte liggjandi á ströndinni“
Thomas Frank, stjóri Tottenham.
Thomas Frank, stjóri Tottenham.
Mynd: EPA
Rory Smith, blaðamaður New York Times, telur að það haldi Thomas Frank í stjórastarfinu hjá Tottenham að það sé enginn augljós eftirmaður til að taka við af honum.

„Ástæðan fyrir því að Thomas Frank fær leikinn gegn Dortmund er ekki sú að þeir hafi svo mikla trú á honum, heldur sú að þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera ef þeir reka hann,“ segir Smith.

„Það er enginn Antonio Conte sem liggur á ströndinni eins og þegar Nuno fór. Það er enginn augljós eftirmaður til staðar. Það er svolítið eins og Thomas Frank sé í hreinsunareldi hérna.“

Það er mikil pressa á Dananum en Tottenham er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö sigra í 22 leikjum. Tottenham tapaði gegn West Ham á laugardaginn en það var sjötta tap liðsins á heimavelli á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner