Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 19:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Bodö/Glimt fór illa með Man City
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bodo-Glimt 3 - 1 Manchester City
1-0 Kasper Hogh ('22 )
2-0 Kasper Hogh ('24 )
3-0 Jens Hauge ('58 )
3-1 Rayan Cherki ('60 )
Rautt spjald: Rodri, Manchester City ('62)

Það var ótrúlegur leikur í Noregi í kvöld þar sem Bodö/Glimt fékk Man City í heimsókn.

Man City menn voru særðir eftir tap í Manchester slagnum um helgina. Norðmennirnir nýttu sér það og Kasper Högh sá til þess að Bodö/Glimt var með 2-0 forystu í hálfleik.

Eftir tæplega klukkutíma leik missti Rodri boltann frá sér á miðjunni og Bodö brunaði upp í sókn sem endaði með því að Jens Hauge skoraði þriðja mark liðsins með skoti fyrir utan teiginn.

Stuttu síðar náði Man City að klóra í bakkann þegar Rayan Cherki skoraði en strax í kjölfarið fékk Rodri gult spjald og sitt annað gula spjald og þar með rautt aðeins tveimur mínútum eftir fyrra spjaldið.

Hauge var nálægt því að bæta við fjórða marki Bodö en hann átti skot í slána.

Frábær sigur hjá Bodö sem er í 26. sæti með sex stig, stigi frá umspilssæti eins og staðan er fyrir lokaumferðina. Man City er í 4. sæti með 13 stig og í góðri stöðu að komast beint í 16-liða úrslitin.
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 6 6 0 0 17 1 +16 18
2 Bayern 6 5 0 1 18 7 +11 15
3 PSG 6 4 1 1 19 8 +11 13
4 Man City 7 4 1 2 13 9 +4 13
5 Atalanta 6 4 1 1 8 6 +2 13
6 Inter 6 4 0 2 12 4 +8 12
7 Real Madrid 6 4 0 2 13 7 +6 12
8 Atletico Madrid 6 4 0 2 15 12 +3 12
9 Liverpool 6 4 0 2 11 8 +3 12
10 Dortmund 6 3 2 1 19 13 +6 11
11 Tottenham 6 3 2 1 13 7 +6 11
12 Newcastle 6 3 1 2 13 6 +7 10
13 Chelsea 6 3 1 2 13 8 +5 10
14 Sporting 6 3 1 2 12 8 +4 10
15 Barcelona 6 3 1 2 14 11 +3 10
16 Marseille 6 3 0 3 11 8 +3 9
17 Juventus 6 2 3 1 12 10 +2 9
18 Galatasaray 6 3 0 3 8 8 0 9
19 Mónakó 6 2 3 1 7 8 -1 9
20 Leverkusen 6 2 3 1 10 12 -2 9
21 PSV 6 2 2 2 15 11 +4 8
22 Qarabag 6 2 1 3 10 13 -3 7
23 Napoli 6 2 1 3 6 11 -5 7
24 Club Brugge 7 2 1 4 12 17 -5 7
25 FCK 6 2 1 3 10 16 -6 7
26 Benfica 6 2 0 4 6 8 -2 6
27 Bodö/Glimt 7 1 3 3 12 14 -2 6
28 Pafos FC 6 1 3 2 4 9 -5 6
29 St. Gilloise 6 2 0 4 7 15 -8 6
30 Athletic 6 1 2 3 4 9 -5 5
31 Olympiakos 6 1 2 3 6 13 -7 5
32 Eintracht Frankfurt 6 1 1 4 8 16 -8 4
33 Slavia Prag 6 0 3 3 2 11 -9 3
34 Ajax 6 1 0 5 5 18 -13 3
35 Villarreal 6 0 1 5 4 13 -9 1
36 Kairat 7 0 1 6 5 19 -14 1
Athugasemdir