Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 09:55
Elvar Geir Magnússon
Bournemouth kaupir Alex Tóth (Staðfest)
Tóth (til vinstri) í leik með Ferencvaros.
Tóth (til vinstri) í leik með Ferencvaros.
Mynd: EPA
Bournemouth hefur keypt ungverska miðjumanninn Alex Tóth frá Ferencvaros fyrir 10,4 milljónir punda.

Þessi tvítugi leikmaður hefur skrifað undir fimm og hálfs árs samning við Bournemouth.

Tóth á níu landsleiki fyrir Ungverja en Benfica, Galatasaray og Lazio höfðu einnig sýnt honum áhuga.

„Þegar ég komst að því að Bournemouth hefði áhuga á mér var ég spenntur og ánægður, þetta er gott félag í ensku úrvalsdeildinni sem er besta og sterkasta deild heims," segir Tóth.

Tóth er varnarsinnaður miðjumaður og hefur allan sinn feril hingað til spilað í heimalandinu. Hann er þriðji leikmaðurinn sem Bournemouth kaupir í janúarglugganum; á eftir markverðinum Fraser Forster og varnarmanninum Ade Solanke.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner