Manchester United vann grannaslaginn, Arsenal gerði jafntefli og Aston Villa tapaði. Troy Deeney velur lið umferðarinnar úr 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Markvörður: Robert Sanchez (Chelsea) - Steig upp gegn Brentford eftir slaka frammistöðu gegn Arsenal í deildarbikarnum í leiknum þar áður. Átti nokkrar stórar vörslur og hélt hreinu gegn spræku liði Brentford.
Varnarmaður: Alex Jimenez (Bournemouth) - Var besti varnarmaður Bournemouth áður en hann fór af velli á 90. mínútu með krampa. Því miður tókst liðinu ekki að halda hreinu, en Jimenez fær kallið í lið vikunnar þar sem hann var farinn út af þegar mark Brighton kom.
Varnarmaður: Harry Maguire (Manchester United) - Allt United liðið var frábært í sannfærandi sigri þeirra á grönnunum. Maguire fær að vera fulltrúi varnarlínu United þar sem hann var öruggur í öllum sínum aðgerðum á laugardag. Stórt fyrir Carrick að fá Maguire aftur úr meiðslum.
Varnarmaður: James Tarkowski (Everton) - Frábær frammistaða í sigrinum á Aston Villa á sunnudaginn. Hann kemst á blað bæði fyrir sóknarógnina sem stafar af honum og líka vegna þess að hann var frábær varnarlega. Tarkowski er einn vanmetnasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Varnarmaður: Lewis Hall (Newcastle) - Hann var langbesti maður vallarins í 0-0 jafntefli Newcastle gegn Úlfunum á sunnudaginn og er farinn að sýna fram á að hann eigi skilið byrjunarliðssæti hjá Englandi - svo góður hefur hann verið á þessu tímabili.
Miðjumaður: Crysencio Summerville (West Ham) - Brýtur ísinn gegn Tottenham og liðið endar á að vinna dramatískan 2-1 sigur. Með sigrinum er nú aukin trú á að Hamrarnir geti komið sér út úr þessum vandræðum sem þeir hafa komið sér í.
Miðjumaður: Ethan Ampadu (Leeds) - Þegar Ampadu spilar vel þá spilar Leeds vel. Hann er hjarta liðsins. Átti stoðsendingu í 1-0 sigri Leeds gegn Fulham og var frábær varnarlega.
Miðjumaður: Enzo Le Fee (Sunderland) - Hann býr yfir miklum gæðum og er nánast of góður fyrir Sunderland. Hann kom sér í nokkrar frábærar stöður á móti Palace og skoraði líka stórkostlegt mark í 2-1 sigrinum á laugardaginn.
Miðjumaður: Bruno Fernandes (Manchester United) - Hann var hjartað í frammistöðu United eins og svo oft áður. United er aðeins eins gott og hann knýr liðið til að vera. Hann hefði skorað laglegt mark ef honum hefði tekist að vera réttstæður.
Miðjumaður: Patrick Dorgu (Manchester United) - Hefur verið sýnt mun betri frammistöður eftir að hann var færður framar á völlinn og virðist hann hafa bætt miklu við leik sinn. Fleiri mörk hjálpa líka til, nú með tvö mörk í síðustu fimm deildarleikjum.
Sóknarmaður: Bryan Mbuemo (Manchester United) - Enn einn United leikmaðurinn. Var fremstur á laugardaginn og var frábær. Hljóp eins og enginn væri morgundagurinn og skoraði frábært mark.
Stjórinn: Michael Carrick (Manchester United) - Það voru margar sem efuðust um hvort að hann væri nógu góður stjóri til að taka við þessu stóra starfi. En liðið var frábært gegn Manchester City og fær hann þennan titil verðskuldað. En stóra spurningin er eflaust hvort að hann geti fylgt þessari frammistöðu eftir gegn Arsenal í næstu viku?
Athugasemdir


