Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 10:21
Elvar Geir Magnússon
Butt við Martínez: Fokking þroskastu
Lisandro Martínez.
Lisandro Martínez.
Mynd: EPA
Nicky Butt með börnum sínum.
Nicky Butt með börnum sínum.
Mynd: EPA
Orðastríðið milli Lisandro Martínez, varnarmanns Manchester United, og þeirra Nicky Butt og Paul Scholes, fyrrum leikmanna félagsins, heldur áfram.

Butt er ekki ánægður með Martínez hafi skotið til baka á þá félaga eftir ummæli fyrir leikinn gegn Manchester City og sagði honum að „fokking þroskast“.

Scholes sagði í hlaðvarpsþættinum The Good, The Bad & The Football fyrir leikinn að Erling Haaland myndi pakka Martínez saman en annað kom á daginn. Martínez hélt norska markahróknum niðri og United vann 2-0 sigur.

„Scholes má segja það sem hann vill. Ég hef sagt við hann að ef hann vill segja eitthvað við mig þá getur hann komið hvenær sem er. Heim til mín eða hvert sem er, mér er alveg sama," sagði Martínez í viðtali eftir leikinn.

Scholes svaraði þessu á Instagram og sagðist þiggja heimboð til Martínez til að fara yfir málin. Þeir Scholes og Butt ræddu þetta svo enn frekar í hlaðvarpinu sínu og þar sagði Butt:

„Við tölum eins og þrír vinir á barnum í þessu hlaðvarpi, við erum ekki að kryfja leikinn á Sky. Að hann hafi tekið þessu svona illa, svarað þessu á þennan hátt og sagt þér að koma heim til hans og svona; Fokking þroskastu," sagði Butt í nýjasta þætti þeirra félaga.

„Ef einhver umræða hefur svona mikil áhrif á þig áttu ekki að vera hjá risastóru félagi eins og Manchester United."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir