Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Rafael Máni Þrastarson (ÍA)
Mynd: Baldvin Berndsen: Berndsenphoto
Skoraði tvennu í fyrsta meistaraflokksleiknum á undirbúningstímabilinu 2024. Gunnar Már Guðmundsson var þá þjálfari andstæðinganan en hann þjálfaði svo Rafael á síðasta tímabili.
Skoraði tvennu í fyrsta meistaraflokksleiknum á undirbúningstímabilinu 2024. Gunnar Már Guðmundsson var þá þjálfari andstæðinganan en hann þjálfaði svo Rafael á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auðvelt val, Axel Freyr.
Auðvelt val, Axel Freyr.
Mynd: ERA
Myndi taka Árna Stein með sér á Skagann.
Myndi taka Árna Stein með sér á Skagann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafael Máni er kraftmikill, hraður og tæknilega góður sóknarmaður
Rafael Máni er kraftmikill, hraður og tæknilega góður sóknarmaður
Mynd: ÍA
Í leik með Fjölni í fyrra.
Í leik með Fjölni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 landsliðsmaðurinn Rafael Máni Þrastarson var fyrr í þessum mánuði keyptur í ÍA frá uppeldifélaginu Fjölni. Hann er sóknarmaður sem hefur skorað 20 mörk í 53 meistaraflokksleikjum, tólf af þeim gerði hann með Vængjum Júpíters í 3. deild 2024.

Rafael skoraði fjögur mörk í tólf Lengjudeildinni á síðasta tími og lék í fyrra sinn fyrsta leik fyrir yngri landsliðin. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Rafael Máni Þrastarson

Gælunafn: Raffi

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Setti tvennu gegn Gunna Már og félögum úr Þrótti Vogum pre season 24

Uppáhalds drykkur: Ískalt vatn

Uppáhalds matsölustaður: Cafe Easy í laugardalnum

Uppáhalds tölvuleikur: Prime Age of war

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Fjárfesti í XRP, breytti 20k í 20,2k

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Er að horfa á Walking Dead núna þeir eru hátt uppi á mínum lista

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir

Uppáhalds hlaðvarp: Blökastið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Insta

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Er i tima bro wassup” Óskar Dagur

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Myndir aldrei sjá mig í treyju hjá Úlfunum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ríkarð Skorri var unplayable á afrekinu

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: mjög margir sem tróna á toppnum

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Beth Mead 22 og Neymar

Sætasti sigurinn: Pakkaði tengdó saman í fyrra, 4-1 á móti Þrótti

Mestu vonbrigðin: Þegar það var stolið bátnum mínum

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Árna Stein klárlega, var að setja 4 á móti Leikni

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Brynjar Elí Jóhannsson

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Auðvelt Axel Freyr Harðarson

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Ásdís Yrja var baller pre acl injury

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Ekki nein

Uppáhalds staður á Íslandi: heima er geðveikt

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í síðasta leik ákvað Biggi félagi minn að sóla u.þ.b. 7 leikmenn og finna svo markmanninn þeirra í lappir.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei get ekki sagt það

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Pílukastið er geðveikt

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Á í erfiðleikum með stærðfræðina.

Vandræðalegasta augnablik: Nýliðavígslan hjá Fjölni var ógeðsleg.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Balotelli, Sturridge og Jólabó (ef það er vetur)

Bestur/best í klefanum og af hverju: Glænýr hjá skaganum en hjá Fjölni var Árni helvíti fyndinn

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Birgir Þór er búinn að plana hvað hann myndi gera ef það myndi koma zombie apocalypse svo hann myndi redda sér í walking dead.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: hitti 180 í fyrradag

Hverju laugstu síðast: lofaði að taka úr vélinni.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Sendingaæfingar geta orðið soldið þreyttar

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Mæta á völlinn!
Athugasemdir
banner