Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
banner
   mán 19. janúar 2026 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Hjörtur fékk skell á heimavelli
Hjörtur Hermannsson er lykilmaður í vörn Volos
Hjörtur Hermannsson er lykilmaður í vörn Volos
Mynd: Volos
Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson var í liði Volos sem tapaði óvænt fyrir Atromitos, 3-0, á heimavelli í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Volos átti möguleika á að saxa forystu Levadiakos niður í sex stig í baráttu um Evrópusæti, en Atromitos var með önnur plön.

Hjörtur, sem hefur átt mjög gott tímabil í vörn Volos á leiktíðinni, var í byrjunarliðinu eins og vanalega, en var tekinn af velli eftir klukkutíma í stöðunni 2-0.

Tap Volos þýðir að liðið er áfram í 6. sæti deildarinnar með 25 stig, níu stigum frá öruggu Evrópusæti þegar níu leikir eru eftir af hefðbundinni 26 leikja deild.

Í mars verður deildinni skipt í tvo hluta en efstu fjögur liðin fara í meistarariðilinn á meðan liðin frá 5. - 8. sæti fara í umspil um sæti í Sambandsdeild Evrópu.

Árangur Volos á þessu tímabili er mun betri en á síðasta en þá hafnaði liðið í þriðja neðsta sæti deildarinnar en náði að vinna sig upp um eitt sæti í fallriðlinum og hélt sæti sínu í deildinni.
Athugasemdir
banner