Patrick Dorgu var í lykilhlutverki þegar Manchester United lagði granna sína í Manchester City 2–0 í Manchester-slagnum um helgina.
United hafði tögl og hagldir í leiknum og sáu þeir Bryan Mbeumo og Dorgu um markaskorunina.
United hafði tögl og hagldir í leiknum og sáu þeir Bryan Mbeumo og Dorgu um markaskorunina.
Dorgu lét ekki þar við sitja. Enginn leikmaður United vann fleiri einvígi, hirti boltann oftar eða fékk fleiri brot í leiknum en Daninn. Hann hefur nú skorað tvö mörk í síðustu fimm leikjum United.
Fyrir frammistöðu sína á laugardaginn hlýtur Patrick Dorgu Duracell-viðurkenningu vikunnar frá Fótbolta.net.
Athugasemdir



