Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 15:05
Kári Snorrason
Dorgu skaraði fram úr í grannaslagnum
Duracell
Dorgu gekk til liðs við United frá Lecce fyrir tæpu ári síðan.
Dorgu gekk til liðs við United frá Lecce fyrir tæpu ári síðan.
Mynd: EPA
Patrick Dorgu var í lykilhlutverki þegar Manchester United lagði granna sína í Manchester City 2–0 í Manchester-slagnum um helgina.

United hafði tögl og hagldir í leiknum og sáu þeir Bryan Mbeumo og Dorgu um markaskorunina.

Dorgu lét ekki þar við sitja. Enginn leikmaður United vann fleiri einvígi, hirti boltann oftar eða fékk fleiri brot í leiknum en Daninn. Hann hefur nú skorað tvö mörk í síðustu fimm leikjum United.

Fyrir frammistöðu sína á laugardaginn hlýtur Patrick Dorgu Duracell-viðurkenningu vikunnar frá Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner