Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 20:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Ein skrítnasta spurning sem ég hef fengið
Mynd: EPA
Arne Slot er undir pressu hjá Liverpool eftir slæmt gengi á tímabilinu. Hann vann Englandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili en liðið berst um Meistaradeildarsæti í ár.

Hann tók við af Jurgen Klopp en Xabi Alonso, sem var rekinn frá Real Madrid á dögunum, var einnig orðaður við starfið á sínum tíma.

Slot var spurður að því fyrir leik Liverpool gegn Marseille í Meistaradeildinni á morgun hvort hann finni fyrir pressu og hvort hann væri smeykur við að Alonso væri að taka við af honum á næstunni.

„Hann hringdi í mig og spurði hvað mér finnst um liðið því hann ætlar að taka við af mér eftir sex mánuði eða kannski tekur hann við á morgun," sagði Slot.

„Nei, nei, þetta er ein skrítnasta spurning sem ég hef fengið. Hvað á ég að segja? Ég hef unnið hérna í rúmt eitt og hálft ár og kann vel við mig hérna. Vann deildina í fyrra en hef strögglað meira í ár. Ég hef heyrt smá baul en það er eðlilegt eftir jafntefli á heimavelli gegn Burnley."
Athugasemdir
banner