Ísland mun mæta landsliðum Haítí og Kanada í fjögurra þjóða móti í mars en þetta segir blaðamaðurinn Matthew Scianitti sem vinnur hjá TSN.
Jesse Marsch, þjálfari kanadíska landsliðsins, staðfesti í síðustu viku að Kanada muni spila tvo leiki á BMO-vellinum í Toronto í marsmánuði sem verður hluti af undirbúningi fyrir HM í sumar.
Kanada mun halda mótið ásamt Bandaríkjunum og Mexíkó, sem verður í fyrsta sinn sem þjóðin fær að taka þátt í því að halda mótið.
Samkvæmt Scianitti mun Kanada mæta Íslandi og Túnis, en íslenska liðið mun einnig spila við Haítí.
Haítí er í 84. sæti heimslistans, Ísland í 74. sæti, Túnis í 41. sæti og Kanada í 27. sæti. Kanada, Haítí og Túnis verða á HM í sumar.
Leikurinn gegn Kanada á að vera spilaður 28. mars samkvæmt OneSoccer og þá mun seinni leikurinn vera gegn Haítí þann 31. mars.
The CanMNT ???????? is set to take on Iceland ???????? (March 28) and Tunisia ???????? (March 31) in Toronto for a 4-team tournament alongside Haiti ????????, OneSoccer has learned
— OneSoccer (@onesoccer) January 19, 2026
Iceland is ranked 74 in the world, and Tunisia 41 - Canada is currently 27 ???? pic.twitter.com/tYq7bRb8CT
Athugasemdir



