Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 12:09
Elvar Geir Magnússon
Man Utd sagt hafa bætt Niko Kovac á blaðið
Gæti Niko Kovac orðið næsti stjóri Man Utd?
Gæti Niko Kovac orðið næsti stjóri Man Utd?
Mynd: EPA
Niko Kovac, stjóri Borussia Dortmund, er sagður nýjasta nafnið á blaði Manchester United yfir stjóra sem koma til greina næsta sumar. Michael Carrick stýrir nú United sem bráðabirgðastjóri út tímabilið.

Mirror segir að Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, og Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, séu efstir á umræddu blaði.

Kovac fæddist í Þýskalandi en lék 83 landsleiki fyrir Króatíu á leikmannaferlinum. Hann hefur starfað sem stjóri Bayern München, Eintracht Frankfurt, Wolfsburg og Mónakó auk þess sem hann stýrði króatíska landsliðinu.

Sky í Þýskalandi segir að United hafi kannað stöðuna á Kovac sem er samningsbundinn Dortmund út næsta tímabil.

Sparkspekingurinn Jamie Carragher segir að United ætti að velja milli fjögurra aðila; það eru Tuchel, Julian Nagelsmann, Luis Enrique og Eddie Howe.

Meðal nafna sem eru mjög ofarlega á listum veðbanka eru svo Oliver Glasner og Gareth Southgate.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner