Telma Steindórsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna. Hún kemur til Stjörnunnar eftir að hafa spilað í þrjú ár með Fram.
Hún er tvítugur varnarmaður sem Stjarnan bindur miklar vonir við. Telma, sem á að baki sex unglingalandsleiki, er uppalin hjá Val og hefur leikið með KH, KR og HK ásamt Fram á meistaraflokksferlinum.
Hún er tvítugur varnarmaður sem Stjarnan bindur miklar vonir við. Telma, sem á að baki sex unglingalandsleiki, er uppalin hjá Val og hefur leikið með KH, KR og HK ásamt Fram á meistaraflokksferlinum.
„Ég er gríðarlega ánægður með að Telma hafi ákveðið að koma til okkar, hún bæði kemur til með að styrkja liðið til lengri og styttri tíma. Hún hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og væntist ég til þess að þau skref haldi áfram," segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Stjörnunnar, í tilkynningu félagsins.
Óskar Smári þjálfaði Telmu í Fram, hann tók við Stjörnunni í nóvember og Telma er núna mætt í Garðabæinn. Fyrr í vetur samdi Stjarnan við Murielle Tiernan sem kom einnig frá Fram.
„Við bjóðum Telmu hjartanlega velkomna í Garðabæinn og treystum því að Stjörnufólk taki vel á móti henni," segir í tilkynningunni.
Athugasemdir



