Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þróttur fær annan leikmann af Austurlandi (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Þróttur
Rósey Björgvinsdóttir er gengin til liðs við Þrótt frá FHL. Hún skrifar undir þriggja ára samning.

Rósey er varnarmaður og er fædd árið 2004 en hún var fyrirliði FHL sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð.

Hún hefur spilað rúmlega 130 leiki fyrir meistaraflokk og þar af tæplega 70 leiki í efstu deild. Hún er annar leikmaðurinn sem skrifar undir hjá Þrótti frá FHL en Björg Gunnlaugsdóttir er einnig komin í Þrótt.

„Við bjóðum Rósey velkomna í Þrótt. Með henni gengur til liðs við félagið sterkur leikmaður sem á eftir að verða liði Þróttar í Bestu deild kvenna mikilvæg. Rósey er metnaðarfull og vön því að axla ábyrgð þó ung sé og hún á framtíðina fyrir sér hér í Laugardalnum,” segir Kristján Kristjánsson formaður fótboltadeildar Þróttar.

Þróttur hafnaði í 3. sæti í Bestu deildinni síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner