Þýski markvörðurinn Marc-andre ter Stegen er á leið frá Barcelona til Girona á láni út tímabilið. Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á X og fullyrðir skiptin með frasanum fræga: „Here we go!“.
Ter Stegen kom til Barcelona árið 2014 og var gerður að aðalmarkverði liðsins ári síðar, en hann missti sæti sitt eftir erfið meiðsli árið 2024.
Hann tók þá við fyrirliðabandinu af Sergi Roberto sem yfirgaf félagið en meiddist illa nokkrum mánuðum síðar og var Wojciech Szczesny fenginn til félagsins.
Pólverjinn hélt ter Stegen úr liðinu eftir að sá síðarnefndi sneri til baka eftir meiðsli og í sumar var Joan Garcia fenginn frá Espanyol til að berjast um stöðuna.
Garcia og Szczesny eru báðir á undan ter Stegen í goggunarröðinni og hefur því Þjóðverjinn samþykkt að fara frá félaginu á láni út tímabilið en hann mun ganga í raðir Girona.
Aðilarnir vinna nú að því að ganga frá samningamálum en markmið ter Stegen er að vera í þýska landsliðshópnum sem fer á HM í sumar.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
?????????? BREAKING: Girona verbally agree loan deal with Barcelona to sign Marc André ter Stegen, here we go!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 19, 2026
After MATS green light last week, the two clubs also agreed in principle on loan move until the end of the season.
Formal steps expected to follow this week for German GK. pic.twitter.com/bwAn9DVNDZ
Athugasemdir



