Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Króatískur miðvörður á leið til Inter
Mynd: EPA
Króatíski unglingalandsliðsmaðurinn Leon Jakirovic er á leið til ítalska félagsins Inter frá Dinamo Zagreb.

Jakirovic er 18 ára gamall sem þreytti frumraun sína með Zagreb á síðasta ári.

Hann er að fara til Inter á 4,5 milljónir evra og fer læknisskoðunin fram í vikunni.

Inter hafði betur gegn Red Bull Salzburg í baráttunni um Jakirovic, en óvíst er hvort hann komi beint inn í hópinn hjá Inter eða hvort hann verði lánaður út tímabilið.

MIðvörðurinn á 18 leiki að baki með yngri landsliðum Króatíu og verið fastamaður hjá U18 síðasta árið.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn


Athugasemdir
banner
banner
banner