Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Heldur tryggð eftir fallið - „Finnst ég vera með óklárað verkefni"
Lengjudeildin
'Ég á helling inni og vil fá að sýna það með mínu heimaliði'
'Ég á helling inni og vil fá að sýna það með mínu heimaliði'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við hefðum mátt vera meiri ,,badboys
'Við hefðum mátt vera meiri ,,badboys
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er ekkert annað í stöðunni en að segja að við ætlum okkur upp'
'Það er ekkert annað í stöðunni en að segja að við ætlum okkur upp'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hér spila ég með hjartanu og hver leikur skiptir mig miklu máli.'
'Hér spila ég með hjartanu og hver leikur skiptir mig miklu máli.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson ákvað í síðasta mánuði að framlengja samning sinn við Aftureldingu. Hann kom til uppeldisfélagsins fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað með KR 2024 og þar á undan var erlendis í atvinnumennsku. Hann lék á Englandi, í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð.

Axel er 27 ára miðvörður sem var í lykilhlutverki í liði Aftureldingar sem féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili. Fótbolti.net ræddi við Mosfellinginn.

Sér mjög góða tíma framundan
„Síðustu vikur og mánuðir hafa verið bara fínir. Vissulega mikil vonbrigði að hafa fallið - ekki eitthvað sem maður bjóst við. Við höfðum óbilandi trú á hópnum, en boltinn gefur og tekur. Síðasta tímabil var mikill lærdómur og fáránlega gaman að hafa tekið þátt í því. En eins og ég segi, þá voru þetta gríðarlega mikil vonbrigði og fannst mér við eiga fullan rétt á að halda okkur í Bestu deildinni. "

„Ákvörðun mín á að halda áfram með Aftureldingu er einfaldlega sú að mér finnst ég vera með óklárað verkefni. Það er eitthvað sérstakt í gangi hérna í Aftureldingu og finn ég að mig langar að vera partur af uppbyggingunni hérna. Hér spila ég með hjartanu og hver leikur skiptir mig miklu máli. Ég sé mjög góða tíma framundan með mínu félagi,"
segir Axel Óskar.

Orðaður við Bandaríkin
Hann var orðaður við Bandaríkin, það var áhugi þaðan, en lendingin var að taka slaginn áfram í Mosó. Varstu nálægt því að fara út?

„Ég er búinn að vera orðaður við lið í Bandaríkjunum, þetta voru nokkrir klúbbar í USL deildinni. Spennandi verkefni þarna í gangi og deild sem er í mikilli uppbyggingu, en á endanum þá ákváðum við hjónin að lífið hér á Íslandi, og fótboltinn í Mosfellsbæ, væri eitthvað sem við hoppum ekki frá léttilega."

USL deildin er fyrir neðan MLS deildina í styrkleika en er þó atvinnumannadeild.

Vantaði grimmd
Hvernig fannst þér tímabilið 2025?

„Eins og ég sagði frá aðeins hér á undan þá fannst mér margt gott við tímabilið í fyrra. Vissulega kom tímabil sem við vorum ekki að ná í stigin og það endaði á að fella okkur. Það voru meiðsli sem herjuðu á okkur á tímum sem fóru illa með okkur að einhverju leyti, en svo eins og ég segi er boltinn bara grimmur stundum. Við hefðum mátt vera meiri „badboys" á tímum - margir að tala um að við spiluðum góðan fótbolta en hefði mátt fá meiri grimmd í okkur stundum."

„Með mína frammistöðu, þá er ég fyrst og fremst ósáttur með niðurstöðuna í deildinni. Mitt markmið var að við myndum ná að halda okkur í deildinni. Margir góðir leikir inn á milli, en að tvinna þetta í heilt tímabil var ábótavant. Þetta var fyrsta tímabilið mitt meiðslalaust, sem er stór plús fyrir mig. Ég á helling inni og vil fá að sýna það með mínu heimaliði."


Ætlar sér upp
Hvernig leggst 2026 í þig?

„2026 leggst vel í mig. Verða öðruvísi leikir, en fyrsta deildin er mjög sterk í ár, og ekkert vanmat í boði. Afturelding á heima í efstu deild, þannig að það er ekkert annað í stöðunni en að segja að við ætlum okkur upp," segir Axel Óskar.
Athugasemdir
banner