Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 28. nóvember 2024 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Víkingur náði í stig til Armeníu
Chelsea með fullt hús stiga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru ellefu leikir fram í Sambandsdeildinni í dag, þar sem Víkingur R. heimsótti Noah FC til Armeníu og úr varð hörkuslagur.

Lestu um leikinn: FC Noah 0 -  0 Víkingur R.

Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá Noah en hann er að ná sér af meiðslum og var ónotaður varamaður í dag.

Leikurinn gegn Noah var jafn og spennandi en hvorugu liði tókst að skora í markalausu jafntefli. Víkingar áttu að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en kýpverska dómarateymið ákvað að dæma ekki þegar brotið var augljóslega á Valdimari Þór Ingimundarsyni innan vítateigs eftir skot hans í slána.

Víkingur er kominn með 7 stig eftir 4 umferðir og er í góðri stöðu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar eiga þó erfiða leiki í síðustu tveimur umferðunum - heimaleik gegn Djurgården frá Svíþjóð og útileik gegn LASK Linz í Austurríki.

Enska stórveldið Chelsea trónir á toppi Sambandsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir sigur í fjörugum leik gegn Heidenheim í Þýskalandi, þar sem Christopher Nkunku og Mykhailo Mudryk skoruðu mörkin eftir undirbúning frá Jadon Sancho.

FC Kaupmannahöfn var þá að sigra sinn fyrsta leik í Sambandsdeildinni í haust eftir sigur á hlutlausum velli gegn Dinamo Minsk frá Belarús. FCK er með fimm stig eftir fjórar umferðir og var Rúnar Alex Rúnarsson á varamannabekknum ásamt Nathan Trott.

Djurgården, næstu andstæðingar Víkings R., unnu þá nauman útisigur gegn TNS í Wales. Svíarnir mæta í Kópavoginn eftir viku.

LASK Linz, austurríska félagið sem Víkingur spilar við í lokaumferð deildarkeppninnar, tapaði á útivelli gegn Borac Banja Luka í Bosníu, en Víkingar sigruðu heimaleik gegn Borac í síðustu umferð.

Sverrir Ingi Ingason lék þá allan leikinn er Panathinaikos vann 1-0 sigur gegn HJK frá Helsinki, en þetta er fyrsti sigur liðsins í keppninni í haust. Panathinaikos er aðeins með 4 stig eftir jafnmargar umferðir.

Norska félagið Molde tapaði þá heimaleik gegn APOEL Nicosia á meðan Cercle Brugge, sem tapaði fyrir Víkingi fyrr í haust, sigraði Hearts frá Skotlandi.

FC Astana 1 - 1 Vitoria Guimaraes
1-0 Branimir Kalaica ('40 )
1-1 Jesus Ramirez ('89 )

Heidenheim 0 - 2 Chelsea
0-1 Christopher Nkunku ('51 )
0-2 Mykhailo Mudryk ('86 )
Rautt spjald: Cesare Casadei, Chelsea ('97)

Cercle Brugge 2 - 0 Hearts
1-0 Malamine Efekele ('40 )
1-0 Lawrence Shankland ('82 , Misnotað víti)
2-0 Gary Magnee ('90 )

Dinamo Minsk 1 - 2 FC Kobenhavn
0-1 Mohamed Elyounoussi ('6 )
1-1 Raymond Olamilekan Adeola ('13 )
1-2 Kevin Diks ('55 , víti)

Noah 0 - 0 Vikingur R.

St. Gallen 2 - 2 Backa Topola SC
1-0 Moustapha Cisse ('31 )
1-1 Milos Pantovic ('40 )
1-2 Milos Pantovic ('53 )
2-2 Corsin Konietzke ('65 )

Borac BL 2 - 1 LASK Linz
0-1 Valon Berisha ('51 )
1-1 Djordje Despotovic ('82 )
2-1 Dino Skorup ('89 )
Rautt spjald: Jorg Siebenhandl, LASK Linz ('7)

Molde 0 - 1 APOEL
0-1 Konstantinos Laifis ('41 )

Celje 3 - 3 Jagiellonia
1-0 David Zec ('7 )
1-1 Afimico Pululu ('34 )
1-1 Afimico Pululu ('34 , Misnotað víti)
2-1 Juanjo Nieto ('54 )
2-2 Jesus Imaz ('70 )
2-3 Kristoffer Hansen ('78 )
3-3 Adrian Dieguez ('80 , sjálfsmark)

Panathinaikos 1 - 0 HJK Helsinki
1-0 Joona Toivio ('33 , sjálfsmark)

TNS 0 - 1 Djurgarden
0-1 Tobias Gulliksen ('41 )
Athugasemdir
banner
banner
banner