Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 29. mars 2023 08:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd ætlar að gera tilboð í Kane - Liverpool orðað við miðverði
Powerade
Harry Kane til Manchester United?
Harry Kane til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Kim Min-jae er orðaður við Liverpool.
Kim Min-jae er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Fer Gundogan eða verður hann áfram?
Fer Gundogan eða verður hann áfram?
Mynd: EPA
Aubameyang.
Aubameyang.
Mynd: EPA
Landsleikjaglugganum er að ljúka og enska úrvalsdeildin fer aftur á fulla ferð um helgina. Kane, Mount, Rashford, Kovacic, Kim Min-jae, Lindström og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum í dag.

Manchester United undirbýr 80 milljóna punda tilboð í enska framherjann Harry Kane (29) hjá Tottenham. Framkvæmdastjórinn Richard Arnold hefur samþykkt að gert verði tilboð. (Star)

Bayern München vill fá enska miðjumanninn Mason Mount (24) frá Chelsea. (Times)

Manchester United hefur ekki tekið stór skref fram á við í viðræðum um nýjan samning við Marcus Rashford (25). (Athletic)

Chelsea hefur ekki hafið viðræður við króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic (28) um nýjan samning. Manchester City hefur áhuga á að fá hann. Kovacic á 16 mánuði eftir að núgildandi samningi. (Standard)

Liverpool er tilbúið að borga yfir 60 milljónir punda fyrir Suður-kóreska miðvörðinn Kim Min-jae (26) hjá Napoli. Hann er einnig á blaði Manchester United. (Rai)

Liverpool vill einnig fá franska miðvörðinn Evan Ndicka (23) frá Eintracht Frankfurt en hann verður fáanlegur á frjálsri sölu í sumar eftir að hafa hafnað síðasta samningstilboði þýska félagsins. (Mirror)

Arsenal hefur áhuga á danska miðjumanninum Jesper Lindström (23) en Eintracht Frankfurt er tilbúið að selja hann fyrir um 30 milljónir evra. (Sport 1)

Manchester City bíður eftir því að þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan (32) taki ákvörðun um framtíð sína. Barcelona hefur áhuga á að fá hann á frjálsri sölu. (Fabrizio Romano)

Ef Gundogan færir sig um set er City að skoða Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund og Florian Wirtz (19) hjá Bayer Leverkusen sem mögulega kosti í staðinn. (Football Insider)

City er, líkt og Manchester United og Newcastle, að horfa til spænska miðjumannsins Gabri Veiga (20) hjá Celta Vigo. (Sun)

Félög hafa áhuga á Roborto de Zerbi en þyrftu að ná samkomulagi við Brighton um kaupverð á stjóranum og bara er hægt að semja yfir sumartímann, ekki á meðan tímabil er í gangi. (Fabrizio Romano)

De Zerbi vill fá meiri stjórn og meiri rödd í kaupáætlanir Brighton. (Mail)

Chelsea ætlar að láta enska miðjumanninn Ruben Loftus-Cheek (27) á sölulista fyrir sumarið. (Football Insider)

Barcelona hefur áhuga á að fá sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyang (33) lánaðan, aðeins ári eftir að gabonski sóknarmaðurinn fór frá félaginu til Chelsea. (Sport)

Hector Bellerín (28), fyrrum varnarmaður Spánar og Arsenal, er í viðræðum um að snúa aftur til Real Betis. Bellerín er hjá Sporting Lissabon á lánssamningi frá Barcelona. (Marca)

Leicester, Fulham og Wolves eru meðal enskra úrvalsdeildarfélaga sem eru með augastað á franska miðjumanninum Enzo Le Fee (23) sem hefur tilkynnt að vilji yfirgefa Lorient í sumar. (90min)

Tottenham hefur gert samkomulag um að fá enska framherjann Herbie James (16) á þriggja ára samningi frá akademíu Manchester City. (Football London)

Chelsea ætlar að berjast við ensku úrvalsdeildina en félagið er sakað um að hafa brotið reglur varðandi peningaeyðslu. (Mail)

David Moyes og aðstoðarmenn hans óttast að vera reknir ef West Ham tapar gegn Southampton á sunnudag. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner