
Kári Kristjánsson var ekki með Þrótti gegn Grindavík núna í síðasta leik í Lengjudeildinni þar sem hann var að æfa með danska liðinu Hobro.
Kári verður 21 árs á fimmtudaginn, hann er á sínu fjórða heila tímabili í meistaraflokki. Hann átti frábært tímabil í fyrra, skoraði ellefu mörk í 21 leik og vakti athygli bæði hér heima og erlendis. Í sumar hefur hann skorað fimm mörk í 14 leikjum.
Kári verður 21 árs á fimmtudaginn, hann er á sínu fjórða heila tímabili í meistaraflokki. Hann átti frábært tímabil í fyrra, skoraði ellefu mörk í 21 leik og vakti athygli bæði hér heima og erlendis. Í sumar hefur hann skorað fimm mörk í 14 leikjum.
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, var spurður út í Kára eftir leikinn gegn Grindavík.
„Þetta er eiginlega óráðið. Það er ekki alveg ákveðið hvernig hans nánasta framtíð verður. Ég bind vonir við að hann klári tímabilið með okkur og haldi þá kannski á önnur mið," sagði Sigurvin.
„Ef Danirnir eru klókir þá ættu þeir að hneppa hann strax í sitt lið. Ég er ekki með svarið við þessu. Ég vona fyrir mína hönd og Þróttar að hann fari ekki en fyrir hann væri auðvitað frábært að fá að spreyta sig erlendis."
Þróttur mætir Fylki í kvöld og spurning er hvort Kári verði með í þeim leik.
Athugasemdir