Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. september 2019 22:39
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Man Utd og Arsenal: McTominay bestur - Pepe verstur
Notendur á Twitter voru duglegir við að líkja Nicolas Pepe við Bebe, fyrrum leikmann Man Utd, á meðan á leiknum stóð.
Notendur á Twitter voru duglegir við að líkja Nicolas Pepe við Bebe, fyrrum leikmann Man Utd, á meðan á leiknum stóð.
Mynd: Getty Images
Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Arsenal á Old Trafford í kvöld og valdi Sky Sports miðjumanninn unga Scott McTominay sem mann leiksins.

McTominay var öruggur í sínum aðgerðum á miðjunni og skoraði glæsilegt mark rétt fyrir leikhlé. Hann lét vaða fyrir utan teig og var skot hans svo gott að Bernd Leno stóð kyrr í markinu því hann átti ekki möguleika.

Paul Pogba þótti aftur á móti versti maður heimamanna í leiknum og fær hann lægri einkunn en til dæmis Axel Tuanzebe, Marcus Rashford og Jesse Lingard sem áttu slakan leik.

Versti maður vallarins var þó Nicolas Pepe. Hann klúðraði nokkrum færum og það virtist ekkert ganga upp hjá honum í kvöld. Granit Xhaka, Calum Chambers og Lucas Torreira þóttu einnig slakir.

Arsenal er komið í tólf stig eftir jafnteflið. Man Utd er með níu stig.

Man Utd: De Gea (7), Tuanzebe (6), Maguire (7), Lindelof (7), Young (6), McTominay (7), Pogba (5), Lingard (6), Pereira (7), James (7), Rashford (6).
Varamenn: Greenwood (6), Fred (5)

Arsenal: Leno (7), Chambers (5), Sokratis (7), Luiz (6), Kolasinac (6), Xhaka (5), Guendouzi (6), Torreira (5), Pepe (4), Aubameyang (7), Saka (7).
Varamenn: Ceballos (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner