Brighton og West Ham United eru komin áfram í næstu umferð Evrópudeildarinnar eftir góða sigra í kvöld.
Joao Pedro var hetja Brighton í 1-0 sigrinum á AEK frá Grikklandi, en hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 55. mínútu.
Mijat Gacinovic fékk að líta rauða spjaldið í liði AEK tíu mínútum síðar. Hans annað gula spjald. AEK reyndi að ná í jöfnunarmark, sem hefði reynst þeim dýrmætt, en það kom ekki og er Brighton komið áfram. AEK á ekki lengur möguleika á að komast upp úr riðlinum.
Freiburg og West Ham fara upp úr B-riðli. Michael Gregoritsch skoraði þrennu í 5-0 sigri Freiburg á Olympiakos og þá gerði Tomas Soucek sigurmark West Ham undir lok leiks gegn Backa Topola frá Serbíu.
Freiburg og West Ham eru bæði með 12 stig í efstu tveimur sætunum, en það ræðst í lokaumferðinni hvort liðið fer beint í 16-liða úrslitin.
Atalanta og Sporting fara upp úr D-riðli og þá er Rennes komið upp úr F-riðli eftir 3-0 sigur liðsins á Maccabi Haifa í kvöld.
A-riðill:
AEK 0 - 1 Brighton
0-1 Joao Pedro ('55 , víti)
Rautt spjald: Mijat Gacinovic, AEK ('65)
B-riðill:
Freiburg 5 - 0 Olympiakos
1-0 Michael Gregoritsch ('3 )
2-0 Michael Gregoritsch ('8 )
3-0 Michael Gregoritsch ('36 )
4-0 Kiliann Sildillia ('42 )
5-0 Ritsu Doan ('77 )
Backa Topola 0 - 1 West Ham
0-1 Tomas Soucek ('89 )
C-riðill:
Sparta Praha 1 - 0 Betis
1-0 Lukas Haraslin ('54 )
D-riðill:
Atalanta 1 - 1 Sporting
1-0 Gianluca Scamacca ('23 )
1-1 Marcus Edwards ('56 )
Sturm 0 - 1 Rakow
0-1 John Yeboah ('81 )
F-riðill:
Maccabi Haifa 0 - 3 Rennes
0-1 Martin Terrier ('29 )
0-2 Amine Gouiri ('47 )
0-3 Fabian Rieder ('90 )
Athugasemdir