Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 13. september 2019 12:05
Elvar Geir Magnússon
Gummi Kristjáns: Það verður dramatík og hörkuskemmtun
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, lyfti bikarnum með Breiðabliki fyrir tíu árum síðan og vonast eftir því að lyfta honum aftur á morgun.

FH leikur bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík á Laugardalsvelli klukkan 17 á morgun en Fótbolti.net kíkti á æfingu hjá FH-ingum í hádeginu.

„Ég man helvíti vel eftir því. Það var ein af betri minningum mínum á fótboltaferlinum og eitthvað sem væri gaman að endurtaka. Það eru tíu ár síðan, skemmtileg tímasetning," segir Guðmundur um bikarúrslitin fyrir tíu árum.

„Það liggur vel við höggi. Ef við eigum góðar 90 mínútur vinnum við þetta en það er hægara sagt en gert."

„Það væri geggjað að fá 4-5 þúsund manns og alvöru stemningu. Það hefur verið mikið talað um Víkinga og mikið af fólki sem fylgir okkur."

„Þeir eru með gott lið og leikirnir gegn þeim í sumar hafa verið erfiðir. Þeir hafa góða varnarmenn og góða sóknarmenn líka. Þetta eru tvö lið sem vilja spila góðan fótbolta. Það er spáð smá roki en við látum það ekki hafa á okkur. Þetta er einn leikur og það verður dramatík og hörkuskemmtun."
Athugasemdir
banner
banner