Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 13. september 2019 12:05
Elvar Geir Magnússon
Gummi Kristjáns: Það verður dramatík og hörkuskemmtun
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, lyfti bikarnum með Breiðabliki fyrir tíu árum síðan og vonast eftir því að lyfta honum aftur á morgun.

FH leikur bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík á Laugardalsvelli klukkan 17 á morgun en Fótbolti.net kíkti á æfingu hjá FH-ingum í hádeginu.

„Ég man helvíti vel eftir því. Það var ein af betri minningum mínum á fótboltaferlinum og eitthvað sem væri gaman að endurtaka. Það eru tíu ár síðan, skemmtileg tímasetning," segir Guðmundur um bikarúrslitin fyrir tíu árum.

„Það liggur vel við höggi. Ef við eigum góðar 90 mínútur vinnum við þetta en það er hægara sagt en gert."

„Það væri geggjað að fá 4-5 þúsund manns og alvöru stemningu. Það hefur verið mikið talað um Víkinga og mikið af fólki sem fylgir okkur."

„Þeir eru með gott lið og leikirnir gegn þeim í sumar hafa verið erfiðir. Þeir hafa góða varnarmenn og góða sóknarmenn líka. Þetta eru tvö lið sem vilja spila góðan fótbolta. Það er spáð smá roki en við látum það ekki hafa á okkur. Þetta er einn leikur og það verður dramatík og hörkuskemmtun."
Athugasemdir
banner