Harvey Elliott vonast til að vera áfram hjá Liverpool þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikinn spiltíma á tímabilinu.
Hann hefur ekki byrjað einn einasta leik í úrvalsdeildinni en komið inn á í 14 leikjum. Sky Sports greindi frá því í janúar að félög á borð við Brighton og Dortmund hafi fylgst grannt með gangi mála hjá Elliott.
Hann hefur ekki byrjað einn einasta leik í úrvalsdeildinni en komið inn á í 14 leikjum. Sky Sports greindi frá því í janúar að félög á borð við Brighton og Dortmund hafi fylgst grannt með gangi mála hjá Elliott.
„Vonandi verð ég hérna áfram. Þetta er besti staður í heimi og besta félagið að vera hjá, sérstaklega með þessa stuðningsmenn í kringum okkur," sagði Elliott.
„Leikmenn ganga í gegnum súrt og sætt og maður þarf að berjast og ég verð að láta það gerast. Vonandi verð ég hérna út ferilinn. Þetta er mitt lið. Ef ég fengi að ráða yrði ég áfram hérna og væri að spila alla leiki út ferilinn en það er í höndum stjórans og stjórnarinnar."
Athugasemdir