Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 01. október 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Mourinho mætir aftur á San Siro
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það er fjörugur dagur framundan í ítalska boltanum þar sem Napoli byrjar helgina á heimaleik gegn Torino.


Napoli hefur farið vel af stað og vermir toppsæti deildarinnar með 17 stig eftir 7 umferðir. Khvicha Kvaratskhelia hefur komið funheitur inn í sóknarlínu Napoli sem hefur verið að vinna leiki þrátt fyrir að missa stjörnusóknarmann sinn Victor Osimhen í meiðsli.

Inter og Roma eigast svo við í stórleik þar sem Jose Mourinho mætir félaginu sem hann gerði að þreföldum meisturum fyrir rétt rúmum áratugi síðan.

Inter er með tólf stig og Roma þrettán og ríkir mikil eftirvænting fyrir þessari viðureign þar sem Paulo Dybala og Romelu Lukaku mætast. Lukaku hefur þó verið frá vegna meiðsla og er tæpur fyrir leikinn.

Að lokum eiga Ítalíumeistararnir í AC Milan útileik gegn Empoli. Milan tapaði í síðustu umferð og þarf sigur til að snúa aftur á rétta braut sem fyrst. Rafael Leao er kominn úr leikbanni en Theo Hernandez, Alessandro Florenzi og Mike Maignan eru meðal annars á meiðslalistanum. 

Leikir dagsins:
13:00 Napoli - Torino
16:00 Inter - Roma
18:45 Empoli - Milan


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
11 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
12 Udinese 16 6 3 7 17 27 -10 21
13 Torino 16 5 5 6 16 26 -10 20
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 16 3 6 7 17 23 -6 15
16 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 16 1 8 7 12 22 -10 11
20 Fiorentina 16 1 6 9 17 27 -10 9
Athugasemdir
banner