21. umferðin í Bestu deildinni var leikin í gær, næstsíðasta umferðin áður en deildinni verður skipt í tvennt. Eftir úrslitin í gær er ljóst hvaða lið verða í efri hlutanum og hver í neðri.
Breiðablik hélt sér á toppnum með 3-2 útisigri gegn KA á Akureyri. Anton Ari Einarsson heldur áfram að vera frábær í marki Blika en hann kom í veg fyrir að KA jafnaði í lokin. Maður leiksins kom úr tapliðinu. Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörk þeirra gulu, sem þurfa þó að sætta sig við að vera í neðri hlutanum.
Víkingur er áfram í öðru sæti eftir ævintýralegan 3-2 endurkomusigur gegn Val í stórskemmtilegum leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Víkingar eiga þrjá leikmenn í úrvalsliðinu; hinn fjölhæfi Tarik Ibrahimagic spilaði eins og kóngur og var maður leiksins, Viktor Örlygur Andrason steig upp í fjarveru lykilmann í vörninni og Danijel Dejan Djuric var gíraður eftir að hafa ekki verið valinn í U21 landsliðið í síðustu viku.
Víkingar eiga þjálfara umferðarinnar, Sölvi Geir Ottesen stýrði frá hliðarlínunni þar sem Arnar Gunnlaugsson tók út leikbann.
Breiðablik hélt sér á toppnum með 3-2 útisigri gegn KA á Akureyri. Anton Ari Einarsson heldur áfram að vera frábær í marki Blika en hann kom í veg fyrir að KA jafnaði í lokin. Maður leiksins kom úr tapliðinu. Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörk þeirra gulu, sem þurfa þó að sætta sig við að vera í neðri hlutanum.
Víkingur er áfram í öðru sæti eftir ævintýralegan 3-2 endurkomusigur gegn Val í stórskemmtilegum leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Víkingar eiga þrjá leikmenn í úrvalsliðinu; hinn fjölhæfi Tarik Ibrahimagic spilaði eins og kóngur og var maður leiksins, Viktor Örlygur Andrason steig upp í fjarveru lykilmann í vörninni og Danijel Dejan Djuric var gíraður eftir að hafa ekki verið valinn í U21 landsliðið í síðustu viku.
Víkingar eiga þjálfara umferðarinnar, Sölvi Geir Ottesen stýrði frá hliðarlínunni þar sem Arnar Gunnlaugsson tók út leikbann.

Stjarnan tók sig til og vann 3-0 útisigur gegn FH. Óli Valur Ómarsson heldur áfram að spila frábærlega og skoraði frábært mark. Kjartan Már Kjartansson heldur áfram að spila virkilega vel á miðsvæðinu.
Benoný Breki Andrésson skoraði fullkomna þrennu í 4-2 sigri KR gegn ÍA; skalli, vinstri hægri. Axel Óskar Andrésson spilaði óvænt sem djúpur á miðju og átti góðan leik.
Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK sem kom sér upp úr fallsæti með því að vinna Fram 1-0 í Kórnum. Þá var Orri Sveinn Segatta maður leiksins í markalausu jafntefli Vestra og Fylkis.
01.09.2024 21:26
Besta deildin: Tvö rauð spjöld og fimm mörk í frábærri endurkomu Víkings - HK upp úr fallsæti
01.09.2024 19:10
Besta deildin: Benoný með þrennu í sigri á ÍA - Stjörnumenn unnu FH-inga
01.09.2024 18:15
Besta deildin: Blikar með sex stiga forystu á toppnum - Viðar Örn skoraði tvö
01.09.2024 15:54
Besta deildin: Bragðdauft í fallbaráttuslag
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir