Heimild: Íslendingavaktin
Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason skoraði í 2-0 sigri FC Kaupmannahafnar gegn Esbjerg í danska bikarnum um helgina og var það hans fjórða mark í síðustu sex leikjum liðsins.
Viktor Bjarki innsiglaði sigur FCK í einvíginu með þessu marki en hann var mjög yfirvegaður þegar hann lagði boltann snyrtilega framhjá markverði andstæðinganna.
Kaupmannahöfn fer í undanúrslit bikarsins og má búast við að sjá meira af Viktori Bjarka þar enda búinn að festa sig í sessi sem aðal framherji liðsins. Andreas Cornelius og Youssoufa Moukoko þurfa að sætta sig við bekkjarsetu.
Viktor hefur verið sérlega öflugur í bikarnum þar sem hann er kominn með fjögur mörk og tvær stoðsendingar í þremur leikjum.
Hægt er að sjá markið í myndbandi hér fyrir neðan. Íslendingavaktin deildi því fyrr í dag eftir birtingu á Facebook síðu FCK.
Athugasemdir




