Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Thelma Lóa áfram hjá FH (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Lóa Hermannsdóttir kom sem stormsveipur inn í lið FH á seinni hluta sumars og er búin að gera nýjan samning við félagið eftir frábæra frammistöðu.

Hún skoraði 9 mörk í 13 deildarleikjum til að hjálpa FH að tryggja sér 2. sæti Bestu deildarinnar.

Thelma Lóa er fædd 1999 og lék í bandaríska háskólaboltanum frá 2018 til 2022. Hún er eldri systir Ídu Marínar sem leikur einnig með FH, en þær eru dætur Rögnu Lóu Stefánsdóttur og Hermanns Hreiðarssonar.

Thelma ólst upp hjá Fylki og lék einnig með KR áður en hún skipti yfir til FH.

Hún gerir eins árs samning við FH sem gildir út næsta keppnistímabil.


Athugasemdir
banner