Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
banner
   mán 15. desember 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sergio Reguilón til Inter Miami (Staðfest)
Mynd: Inter Miami
Mynd: EPA
Spænski bakvörðurinn Sergio Reguilón er genginn til liðs við Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni.

Hann tekur sæti Jordi Alba í hópnum eftir að samlandi hans lagði skóna á hilluna á dögunum eftir afar farsælan feril.

Reguilón er aðeins 28 ára gamall og því álitinn full ungur til að skipta yfir í bandaríska boltann, en hann hefur meðal annars leikið fyrir Real Madrid, Atlético Madrid, Manchester United og Tottenham hingað til á ferlinum. Hann á 6 landsleiki að baki fyrir Spán.

Reguilón hefur verið án félags síðustu sex mánuði eftir að hann yfirgaf Tottenham á frjálsri sölu síðasta sumar.

Hann gengur til liðs við nýkrýnda meistara MLS deildarinnar og segist vera spenntur fyrir verkefninu.

„Þetta er mjög metnaðarfullt verkefni sem er í gangi hérna. Inter Miami er að gera hlutina á réttan hátt og þess vegna vildi ég skipta hingað. Markmiðið mitt er að halda áfram að sigra, ég vil vinna alla titla sem eru í boði hérna," sagði Reguilón meðal annars.

Bakvörðurinn gerir tveggja ára samning með möguleika á þriðja ári. Hann er sagður hafa valið Inter framyfir ýmis önnur samningstilboð sem bárust.



Athugasemdir
banner