Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. mars 2021 07:00
Aksentije Milisic
Piers Morgan bað Arteta afsökunar í beinni
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlamaðurin Piers Morgan, stuðningsmaður Arsenal, bað Mikel Arteta, stjóra liðsins, afsökunar í beinni útsendingu á Good Morning Britain á dögunum, eftir sigurleik Arsenal gegn Leicester.

Arsenal vann öflugan sigur á Leicester á útivelli á sunnudeginum síðasta þar sem liðið spilaði mjög vel og átti sigurinn svo sannarlega skilið.

Piers var hins vegar ekki sáttur fyrir leik. Það kom honum spánskt fyrir sjónir hvað Arteta væri að hvíla marga lykilleikmenn. Hann efaðist þá um að sá metnaður sem þarf, til að ná Evrópusæti, væri hreinlega til staðar hjá stjóranum.

„Ég vil bjóða Arteta góðan daginn. Ég vil biðjast afsökunar. Núna kannski skilur fólk afhverju menn eins og ég erum ekki stjórar stórra liða," sagði Piers.

„Þú, Arteta, hafðir rétt fyrir þér með liðsvalið, uppstillinguna og leikkerfið. Ég tek hattinn ofan fyrir þér."
Athugasemdir
banner
banner