Oscar Wasilewski hefur samið við Fjölni til tveggja ára en hann kemur frá Kára á Akranesi.
Oscar er 24 ára gamall fjölhæfur leikmaður sem er uppalinn hjá ÍA, en hann hefur einnig leikið með Aftureldingu og Selfossi.
Undanfarin ár hefur hann spilað með Kára og spilaði hann 18 leiki er Kári hafnaði í 9. sæti 2. deildar.
Hann hefur ákveðið að færa sig um set en hann hefur samið við Fjölni til tveggja ára.
Fjölnir féll niður í 2. deild síðasta haust eftir að hafa hafnað í neðsta sæti Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir



