Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Margir frábærir hjá Liverpool - Delap og Garnacho slakir
Milos Kerkez var einn af bestu mönnum Liverpool
Milos Kerkez var einn af bestu mönnum Liverpool
Mynd: EPA
Alejandro Garnacho átti slæman dag
Alejandro Garnacho átti slæman dag
Mynd: EPA
Yoane Wissa var valinn bestur hjá Gazzettunni
Yoane Wissa var valinn bestur hjá Gazzettunni
Mynd: Newcastle
Þrjú ensk lið spiluðu í Meistaradeild Evrópu í kvöld og unnu þau öllu mikilvæga sigra.

Liverpool fór illa með Marseille í Frakklandi en leiknum lauk með 3-0 sigri enska liðsins.

Dominik Szoboszlai, sjálfmark frá Geronimo Rulli og Cody Gakpo er það sem skildi liðin að.

Liverpool Echo gefur fjórum leikmönnum Liverpool 8 í einkunn en það eru þeir Alisson, Milos Kerkez, Jeremie Frimpong og Szoboszlai.

Frimpong átti þátt í öðru markinu, Alisson átti nokkrar frábærar vörslur og þá verður Kerkez betri með hverjum leiknum.

Liverpool: Alisson (8), Frimpong (8), Van Dijk (7), Gomez (7), Kerkez (7), Gravenberch (7), Szoboszlai (8), Mac Allister (7), Salah (7), WIrtz (7), Ekitike (7).
Varamenn:Gakpo (7), Jones (6).

Football.London hélt utan um einkunnir Chelsea í 1-0 sigrinum á Pafos.

Miðillinn hafði ekki margt gott að segja um frammistöðu Chelsea enda að mæta töluvert slakara liði. Alejandro Garnacho fær aðeins 4 í einkunn. Honum var hrósað fyrir vinnuframlagið, en taldi hann allt of fyrirsjáanlegan í sóknaraðgerðunum. Liam Delap fékk einnig 4.

Markaskorarinn Moises Caicedo var bestur með 8 í einkunn.

Chelsea: Jörgensen (6), Gusto (6), Fofana (7), Badiashile (6), Hato (6), James (6), Caicedo (8), Neto (5), Enzo (7), Garnacho (4), Delap (4).
Varamenn: Estevao (7), Sanchez (6), Gittens (6), Joao Pedro (6).

Shields Gazetta valdi Yoane Wissa besta mann leiksins í 3-0 sigri Newcastle á PSV.

Wissa skoraði fyrsta markið og lagði annað markið upp. Frábær leikur hjá honum og fær hann 9 í einkunn. Anthony Gordon, sem skoraði annað markið, fær 8 og þá fær Joelinton sem lagði upp fyrsta markið einnig 8. Sven Botman var þá stórkostlegur í vörninni hjá þeim svart hvítu.

Newcastle: Pope (6), Trippier (6), Thiaw (7), Botman (8), Hall (7), Tonali (7), Guimaraes (6), Joelinton (8), Barnes (7), Gordon (8), Wissa (9).
Varamenn: Miley (7), Ramsey (5), Woltemade (5), Elanga (6).
Athugasemdir
banner
banner