Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Rosenior: Vil vinna stuðningsmenn Chelsea á mitt band
Liam Rosenior
Liam Rosenior
Mynd: EPA
Enski stjórinn Liam Rosenior hefði viljað sjá fleiri mörk hjá Chelsea sem vann kýpverska liðið Pafos með aðeins einu marki gegn engu í Meistaradeildinni í kvöld, en að ná í sigur var það sem skipti mestu máli.

Chelsea var ekkert sérstaklega sannfærandi gegn lágvörn Pafos, en náði loks að brjóta ísinn og vinna leikinn með skallamarki Moises Caicedo í síðari hálfleik.

„Ég var hæstánægður fyrir hönd Moises Caicedo að ná í markið og fannst mér sigurinn verðskuldaður. Moi er stórkostlegur leikmaður og heimsklassa miðjumaður. Við erum alltaf ógn í föstum leikatriðum og er hann alger toppleikmaður.“

„Þegar þú spilar gegn lágvörn þá fara djúpu miðjumennirnir hærra upp völlinn og vonandi getur hann haldið áfram að hjálpa til með því að skora mörk,“
sagði Rosenior.

Ekki fallegasti sigurinn en Chelsea er í 8. sæti með 13 stig og einum sigri frá því að tryggja sig inn í 16-liða úrslitin.

„Auðvitað vill maður fá fleiri mörk en raunveruleikinn er sá að við erum meðal efstu átta í keppninni.“

„Við verðum að halda áfram að einbeita okkur að verkefninu og það er að vinna eins marga leiki og möguleiki er á. Ég get ekki stjórnað því hvernig fólk dæmir mig en ég er mjög spenntur fyrir framtíð félagsins.“

„Ég vil bara að stuðningsmennirnir séu bæði á mínu og okkar bandi, en ég þarf að vinna mér inn fyrir því til að njóta þeirra fríðinda,“
sagði Rosenior.
Athugasemdir
banner
banner