Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 16:51
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Villa í Tyrklandi: Mings byrjar í fyrsta sinn síðan í október
Tyrone Mings hefur aðeins spilað átta leiki með Villa á tímabilinu en byrjar í kvöld.
Tyrone Mings hefur aðeins spilað átta leiki með Villa á tímabilinu en byrjar í kvöld.
Mynd: EPA
Duran er í sókn Fenerbahce gegn sínu fyrrum félagi.
Duran er í sókn Fenerbahce gegn sínu fyrrum félagi.
Mynd: Fenerbahce
Klukkan 17:45 hefst fjöldi leikja í Evrópudeildinni, næstsíðustu umferð. Aston Villa heimsækir Fenerbahce til Tyrklands. Villa-menn eru í 3. sæti með 15 stig og gætu mögulega tryggt sæti sitt áfram í 16-liða úrslitin.

Unai Emery hefur opinberað byrjunarlið Villa en hann teflir fram sterku liði í kvöld. Varnarmaðurinn reynslumikli Tyrone Mings er mættur aftur eftir meiðsli og byrjar sinn fyrsta leik síðan gegn Go Ahead Eagles í október.

John McGinn, Boubacar Kamara, Ross Barkley og Amadou Onana eru allir á meiðslalista Villa.

Í byrjunarliði Fenerbahce má finna leikmenn sem unnendur enska boltans þekkja vel; Ederson fyrrum markvörð Manchester City, Nelson Semedo sem var hjá Wolves, Fred fyrrum leikmann Manchester United og tvo fyrrum leikmenn Aston Villa; Marco Asensio og Jhon Duran.

Byrjunarlið Fenerbahce: Ederson; Semedo, Skriniar, Oosterwolde, Muldur; Fred, Yuksek; Nene, Asencio, Akturkoglu; Jhon Durán.

Byrjunarlið Aston Villa: Bizot; Cash, Lindelöf, Mings, Digne; Bogarde, Tielemans; Sancho, Rogers, Buendia; Watkins.

(Varamenn: Proctor, Wright, Konsa, Pau, Garcia, Maatsen, Onana, Guessand, Jimoh-Aloba, Young, Hemmings)


Leikir dagsins:
17:45 Malmö - Rauða stjarnan
17:45 Fenerbahce - Aston Villa
17:45 Young Boys - Lyon
17:45 Feyenoord - Sturm
17:45 SK Brann - Midtjylland
17:45 PAOK - Betis
17:45 Bologna - Celtic
17:45 Freiburg - Maccabi Tel Aviv
17:45 Plzen - Porto
20:00 Rangers - Ludogorets
20:00 Roma - Stuttgart
20:00 Salzburg - Basel
20:00 Dinamo Zagreb - Steaua
20:00 Braga - Nott. Forest
20:00 Utrecht - Genk
20:00 Nice - Go Ahead Eagles
20:00 Ferencvaros - Panathinaikos
20:00 Celta - Lille
Athugasemdir
banner
banner